La Torre golfvöllinn þekkja margir Íslendingar sem hafa eytt sumrum og vetrum í nágrenni Torrevieja. 

Völlurinn er einn af fjórum Jack Nicklaus völlunum á svæðinu og hefur notið mikilla vinsælda hjá íslenskum kylfingum. Völlurinn og hótelið eru inn á lokuðu svæði sem er eins og lítið þorp og þar eru nokkrir barir og veitingastaðir sem gefa kost á aukinni fjölbreytni á meðan á ferð stendur. Hótelið er Hilton (Double Tree Hilton) 5 stjörnu lúxushótel með öllum helstu þægindum. Hótelgarðurinn er með sundlaug og útsýni yfir eina af fallegri golfholum vallarins þar sem slegið er yfir stóra tjörn. Á þessu svæði skín sólin í meira en 300 daga á ári og því er veðurfar mjög gott allt árið og þeir mæla sérstaklega með ferðum í nóvember til febrúar þegar dagshiti er venjulega í kringum 20 gráður. La Torre völlurinn er í um 60 mín. fjarlægð frá Alicante flugvelli og um 20 mínútur frá ströndinni. Eins og fram hefur komið er völlurinn hluti af GNK keðjunni sem samanstendur af fimm völlum sem hannaðir eru af Jack Nicklaus. Breiðar brautir, stór grín, sandglompur og vötn eru einkenni Nicklaus vallanna og hér er La Torre engin undantekning. Völlurinn er 5.403 metrar af hvítum teigum og par 68 en þó hann sé ekki langur þá krefst hann fullrar athygli frá kylfingum og krefst þess að menn einbeiti sér að hverju höggi. Sannarlega völlur sem gaman er að leika.

Athugið !  Í ferðinni verða leiknir allir fjórir Nicklaus vellirnir.  La Torre, Alhama Signature, El Valle og Hacienda Riquelme.   Þetta er því algjör ævintýraferð og gaman að kynnast fjórum frábærum völlum í sömu ferðinni.

Hægt er að bóka golfbíl síðar í bókunarferlinu

Rástímar milli kl. 8:00 og 11:00