Leiðbeiningar - Heimsferðir
Leiðbeiningar
Leiðbeiningar til að fá QR kóða fyrir þá sem eru á leiðinni til Spánar

Leiðbeiningar til að fá QR kóða fyrir þá sem eru á leiðinni til Spánar. 
Við byrjum á að fara inn á eftirfarandi vefsíðu: www.spth.gob.es

 Fyrst veljum við annað hvort „New Individual FCS form“ (ef farþegi er að ferðast einn) eðaNew Family/Group FCS form“ ef að fjölskylda /hópur er að ferðast saman. Athugið að ef valið er „family“ þarf að fylla inn upplýsingar um alla farþega þó svo að einn farþegi gefi síðan upp netfang og fái alla QR kóðana senda á sig. Þ.e.a.s. 

Hver farþegi fær sinn eiginn QR kóða. 
Á fyrstu síðu þarf að fylla inn nafn og eftirnafn (setja inn nafn eins og það er í vegabréfi og ekki setja inn íslenska stafi ), vegabréfsnúmer, flugnúmer (t.d. NO3449) og dagsetning á komu til landsins sem ferðast er til. Mikilvægt er að setja inn rétt netfang því QR kóðann fáum við svo endanlega sendan í netpósti. Hökum bara við með krossi í lokinn ef - endanlegur áfangastaður er ekki Spánn - ef að persónuupplýsingar sem gefnar eru upp voru fyrir barn eða einhvern sem má ekki ferðast einsamall. Sjá mynd í framhaldinu: 

 

 

Í blálokin á þessari síðu þurfum við haka við: - I´m not a robot - Yes, I have read and understand the information and accepti these terms.* 

 

 

Ýtum síðan á Continue takkann. 

Nú þurfa allir að opna netpóstinn sinn og finna póst sem er sendur frá Spain Travel Health (Registration form). 

Í þessum pósti er að finna kóða með sex tölustöfum (svartletraður), sjá dæmi:

 

 

Við byrjum á að skrifa niður svartletraða kóðann (6 tölustafir) og ýtum síðan á bláa linkinn (langa) sem er inni í póstinum. Þá fáum við upp síðu sem biður okkur um vegabréfsnúmer og kóðann sem við skrifuðum hjá okkur. Eins þarf að haka í reitinn „I´m not a robot“ áður en við ýtum á Continue:

 

ATH. Ef sá sem fyllir út skjalið nær ekki að klára / dettur út af síðunni þá er líka alltaf hægt að nálgast það aftur. Bæði er hægt að fara inn á fyrsta póstinn sem við fengum sendan frá „Spain travel health“ og ýta þar aftur á linkinn sem er inni í póstinum (sjá fyrri leiðbeiningar). Einnig er hægt að nálgast skjalið á www.spth.gob.es og velja „Continue with previously created FCS form“ (velur „individual“ eða „Family/Group“ eftir því hvað valið var í byrjun). 

Ef seinni kosturinn er valinn þá þarf að gefa upp „Form Identifier“ númer og „security code“ númer. Bæði númerin er að finna í netpóstinum sem við fengum sendan í byrjun frá Spain Travel Health (Registration form).

 

 

Í framhaldinu þarf að svara mörgum spurningum. Farið er í gegnum 5 skref. 

Skref 1: 

 

 

ATH. Allt sem er stjörnumerkt þarf að fylla út. Við gefum upp upplýsingar um kyn og gsm númer (setjum gsm númer inn í „personal mobile phone number“; prefix = IS +354 og símanúmer í kassann fyrir aftan). ATH. Það þarf ekki að setja símanúmer hægra megin þar sem sá kassi er ekki stjörnumerktur. Við gefum síðan upp fæðingardag og heimilisfang okkar á Íslandi. „Country“ => Iceland „City“ og „State/Province“ => t.d. Reykjavik Zip Code => póstnúmer

ATH. Muna að setja ekki inn kommur eða íslenska stafi

Skref 2: Í skrefi númer 2 erum við beðin um upplýsingar um flugið og sætanúmer. 
ATH. Ef við vitum ekki sætanúmer verðum við að setja eitthvað sætanúmer inn, t.d. 22B Flug: t.d. NO4902 (NOXXXX) 

Einnig erum við beðin um upplýsingar um hvar við erum að fara að gista á Spáni (sumir gefa því hér upp heimilisfang á hóteli). 

Á Tenerife myndum við t.d. setja Canarias inn í „Region/Autonomous city“ og Santa Cruz de Tenerife inn á „City/town“. Í Malaga þyrftum við að setja Andalucia inn í „Region/Auonomous city“ og Malaga inn í „City/town“ (eða ef kostur er á öðrum bæ eins og Torremolinos, Marbella, o.s.frv.). 

Ef ferðast er til Alicante, þá myndum við setja inn Comunitat Valenciana í Region og Alicante í City (eða t.d. Torreviejas). Hökum við „Indicate whether this adress is permanent for your entire stay in the country“ til að gefa til kynna að við munum gista á sama stað allan tímann. Ekki er nauðsynlegt að fylla inn í fleiri kassa þannig að við getum ýtt á Save and continue

 

 

Skref 3:
Þetta skref er fljótlegt, hér setjum við Iceland og síðan í næsta glugga sem kemur upp Island (ekki hægt að setja Iceland aftur og ekki heldur bæjarnöfn eins og Keflavik eða Reykjavik). Einnig eru farþegar beðnir um að taka fram ef þeir hafa verið í öðrum löndum síðastliðna 14 daga. Við gerum ráð fyrir að svo sé ekki í flestum tilvikum og því myndum við fylla þessa síðu út svona:

 

 

Skref 4:
Hérna þarf fólk að staðfesta hvort það hafi verið í kringum Covid smitað fólk síðastliðnu 14 daga, sjá næstu mynd: 

 

 

Flestir munu svara þessari spurningu neitandi.

 

 

Í þessu skrefi er nú líka búið að bæta við spurningum um bólusetningarvottorð og hvort það sé „european digital certficate“ eða ekki. Við veljum EU COVID Digital Certificate og við spurningunni „Reason for the certificate svörum við VACCINATION. Þá erum við beðin um að setja vottorð í viðhengi en við gerum það ekki heldur hökum við „Select here only if you are not able to upload your EU Cofid Digital Certificate file“. Í framhaldinu erum við beðin um að svara eftirfarandi spurningum: 

- Fullt nafn 
- Fæðingardagur 
- Dagsetning á seinni bólusetningu (kemur fram á vottorði sem hægt er að nálgast á heilsuvera.is). 
- Hvaða bóluefni farþegi fékk (Pfizer, Jensen, Moderna, Astra Zeneca…. 
 


Að lokum staðfestum við með að ýta á „Validate certificate“. Þá erum við beðin um að staðfesta aftur þannig að við svörum „Yes“:

 

 

Skref 5: 
Hér staðfesta farþegar m.a. að þeir eru upplýstir um að þeir mega ekki ferðast eða vera í kringum aðra ef þeir eru með hita eða finna fyrir veikindum eins og miklum hósta eða öndunarerfiðleikum. Hökum við kassann og ýtum á „End process“:

 

 

Þegar þið klárið þá fáið þið sendan póst innan nokkurra mínútna. Þegar þið opnið póstinn sjáið þið að í viðhengi eruð þið komin með QR kóðann. Þennan kóða má prenta út eða sýna í síma þegar beðið er um hann.