Neos flugupplýsingar - Heimsferðir
Neos flugupplýsingar

Vegabréf
Mikilvægt er að hafa vegabréf meðferðis þegar flogið er með NEOS AIR. Flugfélagið hleypir aðeins inn farþegum sem framvísa gildu vegabréfi. Hvorki ferðaskrifstofan né flugvallarstarfsmenn geta gert undanþágu á þeim reglum. 

Innritun í flug
Á flesta áfangastaði Heimsferða er nú hægt að innrita sig í sjálfsafgreiðsluborðum á Keflavíkurflugvelli. Þá prentast úr brottfararspjald og töskumiði. 

Einnig er hægt að vefinnrita sig á vefsíðu NEOS AIR. Sú innritun opnar 24 klst fyrir brottför og þá fæst brottfararspjald sent á uppgefið netfang. Athugið að velja tour operator og að skrá bókunarnúmer Heimsferða án bókstafa. Passa þarf að setja nafnið eins og það er skráð í bókun (með millinafni ef við á) án íslenskra sérstafa. 

ATH. Eftir að vefinnritun hefst er ekki hægt að bæta við tösku eða sæti hjá skrifstofu Heimsferða.

Hefðbundin innritun í Keflavík hefst 2 -2 ½ klst fyrir áætlaða brottför og innritunarborð loka 45 mín fyrir áætlaða brottför. 

Á flugvöllum erlendis þarf enn að fara í hefðbundna innritun.

Allir farþegar þurfa að vera með gild vegabréf til innritunar. 

Brottfararhliðið lokar 30 mín fyrir áætlaða brottför og getur farþegum verið vísað frá ef þeir koma ekki fyrir þann tíma. 

Farangursgjöld NEOSVið bókun hjá HeimsferðumNetinnritunÁ flugvellinum
Innrituð taska 20 kgInnifalið í pakkaferð  
HandfarangurInnifalið í pakkaferð  
20 kg taska keypt síðarFrá 7.900 ISKFrá 50-75 EURFrá 80-130 EUR
20 kg auka taskaFrá 9.900 ISKFrá 75 EURFrá 80 EUR 
Handfarangur 8 kgFrá 4.900 ISKEkki bókanlegtFrá 50 EUR
Golfsett 15 kgFrá 7.900 ISK Ekki bókanlegtFrá 100 EUR
Hjól 15 kgFrá 12.900 ISK Ekki bókanlegtFrá 100 EUR
SkíðapokiFrá 5.500 ISKEkki bókanlegtFrá 100 EUR
KöfunarbúnaðurFrá 9.900 ISKEkki bókanlegtFrá 100 EUR

 

  • Annan farangur þarf að skoða sérstaklega
  • Verð miðast við aðra leið

 

Stærð farangurs
Mikilvægt er að hafa í huga stærð töskunnar, en hún þarf að passa í tilskilin hólf sem hægt er að finna á flugvöllum. 

Handfarangur (8 kg max) er innifalinn í pakkaferð með Heimsferðum. Þetta á við um litlar „flugfreyjutöskur“ t.d. og verða þær að passa í farangurshólfið fyrir ofan sætin. Stærð farangurs má vera 55x40x20 cm.

Innritaður farangur (20kg max) er innifalinn í pakkaferð með Heimsferðum. Hver farþegi má ferðast með allt að þrjár slíkar töskur. Verð fyrir auka töskur má finna í verðskránni hér að ofan. Hver taska má ekki vera þyngri en 32kg. Stærð farangurs má vera að hámarki 158 cm (lengd+breidd+hæð).

ATH! Ef aðeins er keypt flugsæti er engin taska innifalin.  

ATH! Auka farangur er hægt að bóka hjá skrifstofu Heimsferða allt að þremur virkum dögum fyrir brottför. 

Hér má sjá upplýsingar um sérstakann farangur hjá Neos. 

Gjaldfrjáls farangur
Að auki innifaldnar farangursheimildar með flugi NEOS, má taka með sér um borð; barnasæti fyrir ungabörn (ef keypt hefur verið sæti fyrir barnið), ferlihjálpartæki og sjúkrabúnað ef búnaður og tæki eru þér nauðsynleg. 

Farangursheimild barna
Að auki innifaldnar farangursheimildar með flugi, má taka með sér um borð; barnasæti fyrir ungabörn (ef keypt hefur verið sæti fyrir barnið), ferlihjálpartæki og sjúkrabúnað ef búnaður og tæki eru þér nauðsynleg. 

Þegar ferðast er með ungbarn undir 2 ára aldri (24 mánaða) er ekki tekið frá sæti fyrir barnið vegna þess að það situr í fangi foreldris. Hægt er að kaupa sæti fyrir ungabarn, en það verður að sitja í fangi foreldris í sérstaku ungbarnabelti, við flugtak og lendingu samkvæmt alþjóðlegum öryggisflugreglum. Einnig þarf að hafa ungbarnið í fangi foreldris ef ókyrrð verður í flugi og á meðan kveikt er á sætisljósum vélarinnar.

Enginn innritaður farangur er innifalinn og handfarangur er takmarkaður við eina tösku með helstu nauðsynjarvörum fyrir barnið. Taka má með samfellanlega smákerru og ungbarnabílstól sem fellur ofan í kerruna. 

Fyrir börn 2ja ára og eldri gildir sama farangursheimild og fyrir fullorðinn. Það er heimilt að taka kerru fyrir börn upp að 6 ára aldri. Barnastólar og annar farangur dregst frá farangursheimildinni.

Séraðstoð fyrir flug
Allar beiðnir um þjónustu þurfa að berast sölufulltrúum Heimsferða með a.m.k. þriggja sólarhringa fyrirvara.

-WCHR (hjólastóll að landgangi): Ég get farið upp og niður tröppur og hreyft mig í farþegarými og komist í sæti. Ég þarf hjólastól til að komast um á flugstöðvarsvæði og að flugvél.

-WCHS (hjólastóll að landgangi og aðstoð við þrep):  Ég kemst að sjálfsdáðum um farþegarými og að sæti. Ég þarf hjólastól til að komast um á flugstöðvarsvæði og að flugvél og þarf aðstoð við að fara upp og/eða niður tröppur.

-WCHC (hjólastóll að sæti): Ég þarf hjólastól til að komast um flugstöðvarsvæði og að flugvél, og aðstoð við að fara upp og/eða niður tröppur. Ég þarf einnig aðstoð við hreyfingu um farþegarými og að sæti.

Athugaðu að ef þú þarft aðstoð við að borða og drekka, við samskipti, lyfjatöku, notkun á salerni eða við að standa upp úr sætinu þínu þarf aðstoðarmaður að vera þér innan handar. 

-Göngugrindur, stafir, hækjur og gifsumbúðir
Stafi og hækjur má hafa með um borð í vélina og hægt er að innrita göngugrindur við innritunarborð eða við brottfararhlið. Farþegar í gifsi þurfa að hafa læknisvottorð með sér, því þeir gætu þurft að framvísa því við öryggisskoðun.

Börn sem ferðast ein
Fyrir börn frá 4 ára til 14 ára sem ferðast ein þarf að kaupa sérstaka fylgd fyrir barnið.
Panta og greiða þarf fyrir fylgd á hjá sölufulltrúa Heimsferða. Verð má finna í þjónustuverðskrá hér að ofan. 

Nafn, heimilisfang og símanúmer hjá þeim sem fer með barnið á flugvöllinn og hjá þeim sem sækir á flugvöllinn, þurfa að fylgja pöntun.

Þungaðar konur
Þungaðar konur mega ferðast fram að 34. viku meðgöngu en fram að 28. viku ef ef von er á tvíbura- og fjölburafæðingu.

Frá 28. – 34. viku er nauðsynlegt að framvísa vottorði frá lækni þar sem kemur fram:

- Meðgangan sé eðlileg

- Áætlaður dagur fæðingar

- Heilsufar móðurinnar

Ef vottorð er ekki meðferðis er hætta á að viðkomandi sé neitað um innritun í flugið. 
Athugið að heilbrigðisvottorðið þarf ávallt að vera á ensku.

Súrefni um borð
Ekki heimilt að taka með sér súrefni um borð en heimilt er að taka súrefnisþjöppu af tegundum sem taldar eru upp á heimasíðu flugfélagsins. 

Nánari upplýsingar má finna hér. 

Gæludýr
Heimsferðir leyfa ekki gæludýr í leiguflugi Neos.

Afþreying og sala um borð
Engin afþreying er um borð. Hægt er að hlaða tæki með USB hleðslutæki.
Matur og drykkir eru seldir um borð ásamt tollfrjálsri vöru. Sjá nánari upplýsingar hér 

Hlutir gleymdir um borð
Ef farþegi gleymir hlut um borð þarf viðkomandi að hafa samband við skrifstofu tapað/fundið (lost & found) á viðkomandi komuflugvelli.
Keflavíkurvöllur: baggage@airportassociates.com.

Seinkun á farangri, týndur/skemmdur farangur eða aðrar ábendingar
- Mikilvægt er að skila inn tjónaskýrslu (PIR) áður en flugvöllurinn er yfirgefinn ef um töskutjón er að ræða. Að öðrum kosti hefur farþegi fyrirgert rétti sínum til bóta.

- Ef um seinkun á farangri er að ræða er 10 stafa númer á tjónaskýrslunni sem hægt er að gefa upp til að rekja töskuna hjá skrifstofu tapað/fundið (lost & found) á viðkomandi flugvelli eða á eftirfarandi slóð: http://www.worldtracer.aero/filedsp/no.htm.

- Ef um tjón á farangri er að ræða þarf að senda tjónaskýrsluna ásamt ferðagögnum, brottfararspjald (boarding pass) og töskunúmeri ( tag number) á Neos, sem sér um greiðslu skaðabóta samkvæmt alþjóðlegum reglum, innan 7 daga frá tjóni. 

Farþegar þurfa að búa til aðgang hjá Neos og setja inn réttar upplýsingar hér:  www.neosair.it/en/customerservice

Neos svarar innan 30 daga.

Þetta gildir um allar ábendingar varðandi flugfélagið

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að vera til staðar: 
- Flugnúmer og dagsetningu (t.d. NO5902 19AUG22) 
- Nafn / Eftirnafn fyrir þá sem sækja um bætur 
- Símanúmer
- Netfang

ATH! Þegar skýrslan hefur verið fyllt rétt út fá farþegar sendan tölvupóst með tilvísunarnúmeri (e. reference number).

ATH! Ef um minniháttar skemmdir er að ræða eins og t.d. rispur/rifur, hjól/handföng brotna eða beyglast tekur flugfélagið enga ábyrgð á og ekki er um endurgreiðslu að ræða.

Sjá nánar : https://us.neosair.com/en_US/customerservice/baggage_claim

Seinkun á flugi
Um leið og flugfélagið upplýsir Heimsferðir um seinkun á flugi verður farþegum send sms skilaboð á það símanúmer sem gefið var upp við bókun. Starfsfólk Heimsferða reyna að upplýsa farþega eftir bestu getu um stöðu mála. Gott er að fylgjast vel með upplýsingargjöf á viðkomandi flugvelli og fylgjast með flugáætlun inn á www.kefairport.is