Lecce - Heimsferðir
Lecce
Saga og fegurð í einni af elstu borgum Ítalíu

Heimsferðir bjóða nú upp á borgarferðir til fallegu borgarinnar Lecce á Suður Ítalíu. Borgin er oft kölluð Flórens suðursins en hún er aðal borgin á Salentoskaganum í suðurhluta Puglia. Lecce er ein af elstu borgum Ítalíu og eitt best varðveitta leyndarmál Ítalíu hvað varðar fegurð og sögu. Hún er þekkt fyrir skrautlegar byggingar og minnisvarða í barokkstíl, þar má helst nefna Dómkirkjuna og basilíkuna Santa Croce ásamt fjölda barokk minnisvarða um alla borg. Dómkirkjan er staðsett á einu fallegasta torgi borgarinnar, Piazza del Duomo en þar má einnig sjá Episcopio klukkuturninn og Palazzo del Seminario.

Gamli bærinn í Lecce er þekktur fyrir mikla sögu og fallegar byggingar. Gaman er að rölta um þröngar götur en þar má finna fjöldann allan af ekta ítölskum veitingastöðum, pizzeríum, litlum börum og fallegum verslunum. Við mælum með því að ganga um Via Salvatore Trinchese götuna en þar sem má finna fjölmargar verslanir frá alþjóðlegum keðjum ásamt minjagripaverslunum frá svæðinu, en þær eru þekktar fyrir fallegar handgerðar pappafígurur. Í stuttri göngufjarlægð frá verslunargötunni eru fallegar byggingar á borð við Palazzo delle Poste og Apolloleikhúsið og skemmtilegan borgargarð í ítölskum stíl. Fyrir þá sem elska fallegan arkítektúr, líflegt en afslappað umhverfi, góðan mat og ítölsk vín þá er Lecce borgin. 

Hér má finna áhugaverðar greinar eftir Ágústu fararstjóra:
- Lecce - Flórens suðursins
- Marglaga fornminjar í Lecce
- Gríska suðrið á Ítalíu
 

Hagnýtar upplýsingar  - Lecce
 
Fararstjórar:  Ágústa Sigrún Ágústsdóttir 
 

Kynnisferðir Heimsferða - Lecce

 



Ferð: Gönguferð um Lecce 
Dagsetningar:
Föstudaginn 30. maí kl. 10:00 
Tími: Um 2-3 klst.

Lýsing:
Lecce er þekkt fyrir skrautlegar byggingar í barokkstíl og byggingarsögu sem á sér fáa líka. Í þessari þægilegu gönguferð um gamla bæinn fræðast farþegar um og bæinn, byggingasöguna og hvað gerir Lecce að Flórens suðursins. Ferðin verður sniðin að þörfum hópsins og við byrjum þar sem best hentar miðað við staðsetningu hótelsins sem fólk gistir á. Við munum skoða dómkirkjutorgið þar sem hin sérkennilega Dómkirkja stendur ásamt klukkuturninum, biskupahöllinni og prestaskólanum. Við komumst að því hver helsta verslunargatan er og kynnumst því sem er efst á baugi í matargerðinni í Lecce.  Heimsókn í Santa Croce kirkjuna og Sant‘Oronzo torgið þar sem rómverska hringleikahúsið stendur eru ómissandi viðkomustaðir. Við mælum með þessari ferð fyrir þá sem vilja fræðast, ná áttum og kynnast borginni fyrir dvölina framundan.

Verð 5.500 kr. á mann 
Innifalið í verði: Kirkjupassi (Dómkirkjan og grafhvelfingin, Santa Croce), heyrnartól og íslensk fararstjórn.



Ferð: Vínsmökkun og pörun með mat
Dagsetningar
Föstudaginn 30. maí kl. 16:30 
Tími: Um 5 klst. 

Lýsing:
Við tökumst á hendur ferð til að bragða afurðir vínviðarins sem vex hér í Salento sýslunni. Tiltölulega stutt rútuferð í víngerðina Schola Sarmenti þar sem við skoðum og fræðumst um vínframleiðsluna þeirra og skemmtilega innréttuð húsakynnin sem taka vel á móti okkur. Að lokum setjumst við að borðum og fáum kvöldverð með fjórum tegundum af vínum sem eru pöruð við þann mat sem við borðum. Skemmtileg síðdegisferð með fullt af fræðslu, gómsætum mat og eðalvínum sem okkur gefst færi á að kaupa líka.

Verð 13.500 kr. á mann 
Innifalið í verði: Akstur, vínsmökkun, léttur kvöldverður og íslensk fararstjórn. 



Ferð: Kynnisferð Otranto - NÝTT 
Dagsetningar
Laugardaginn 31. maí kl. 14:00
Tími: Um 4 klst. 

Lýsing:
Hálfsdagsferð suður fyrir Lecce þar sem við heimsækjum sjávarþorpið Otranto sem stendur á mikilvægum stað við Adríahafið. Staðsetning bæjarins hefur einmitt haft mikil áhrif á söguna, því höfnin hefur verið mikilvæg í gegnum aldirnar og allskonar innrásir og leiðangrar hafa farið hér í gegn. Frá Otranto er stutt yfir til Króatíu og Albaníu. Dómkirkjan í Otranto er einn af demöntum Puglia og verður hún heimsótt. Þar fáum við að sjá eitt stærsta mósaík gólf í heiminum og fræðumst um sérstæða sögu hennar. Við kynnumst gamla bænum og skemmtilegum verslunum sem þar eru. Otranto er einnig vinsæll strandstaður. 

Verð 9.500 kr. á mann
Innifalið í verði: Akstur, aðgangur í dómkirkjuna, heyrnartól og íslensk fararstjórn



Ferð: Polignano a Mare - Alberobello
Dagsetningar
Sunnudaginn 1. júní kl. 08:30
Tími: Um 11 klst. 

Lýsing:
Heilsdagsferð norður fyrir Lecce þar sem við heimsækjum tvo af markverðustu bæjunum á þeim slóðum og borðum svo dásamlega fjögurra rétta máltíð í Villa Maria. Brottför frá Lecce kl. 08:30. Við byrjum í Polignano a Mare en bærinn er þekktur fyrir háa kletta og „klettadýfingar“. Við skoðum gamla miðbæinn og komum auga á hvar einn sérkennilegasti veitingastaður í heimi er niður kominn. Polignano a Mare er líka heimabær Modugno sem söng Volare svo eftirminnilega í Eurovision um árið. Þá höldum við í hádegisverð á Villa Maria sem stendur á einstaklega fallegum stað í sveitinni og borðum fallega máltíð með viðeigandi víni. Þá er haldið til Alberobello með ævintýralegu „trulli“ byggingarnar sem eru hvítkölkuð steinhús með keilulaga húsþökum. Þessar byggingar eru allar á heimsminjaskrá UNESCO. Komið aftur til Lecce um kvöldið um 19:30.  Athugið að töluvert mikil ganga er í þessari ferð.

Verð 19.900 kr. á mann
Innifalið í verði: Akstur, léttur hádegisverður og íslensk fararstjórn


 Ath. Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 15 dögum fyrir brottför. Hafa þarf í huga að uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.

Ath. Hægt er að bóka kynnisferðir þegar ferð er bókuð á netinu eða í gegnum síma 595-1000

Verð miðast við farþega í pakkaferðum á vegum Heimsferða!

Vinsamlegast athugið að verð og tímasetningar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, Heimsferðir áskilja sér rétt að breyta slíku án fyrirvara. Athugið að nákvæmar tímasetningar liggja endanlega fyrir rétt fyrir brottför og er öllum farþegum tilkynnt um þær.   



Áhugavert að skoða í Lecce!
Ýmislegt er hægt að gera í Lecce og hér að neðan má finna ýmsa afþreyingu.

Pizzica danskennslaKlukkustundar kennsla í Pizzica, sem er þjóðdans Salento héraðs og er frægur um allan heim. Danskennslan fer fram í fornum garði í hjarta miðbæjar Lecce. Hægt er að fá nánari upplýsingar hér.  
HjólaUpplagt er að leigja hjól eða fara í skipulagða hjólaferð í Lecce. Ýmsar ferðir eru í boði og hér má finna dæmi um eina slíka
Götumatur í Lecce Borðaðu og drekktu þig í gegnum Lecce í matreiðsluferð sem ætlað er að varpa ljósi á ríka matargerðarmenningu borgarinnar. Hér er dæmi um eina slíka ferð.
Námskeið í pappírs mâchéKennsla í pappírsmâché, fornri framleiðslutækni frá Lecce. Hægt er að fá nánari upplýsingar hér.
Museo FaggianoSafn sem sýnir 2000 ára gamla fornleifasögu sem fannst undir húsi í einkaeigu. Hægt er að fá nánari upplýsingar hér.
Museo Ebraico Gyðingasafnið í Lecce. Hægt er að fá nánari upplýsingar hér.


*Vert er að taka fram að þessar ferðir eru ekki á vegum Heimsferða, heldur aðeins hugmyndir um áhugaverða staði. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á miðakaupum. 

Dvalarstaðir
Stjörnugjöf
Svæði

Grand Hotel Di Lecce

Lecce

Grand Hotel Tiziano

Lecce

Mercure Hotel President Lecce

Lecce

Stökktu til Lecce

Lecce

Hotel delle Palme

Lecce

8+ Hotel Lecce

Lecce

Aloisi Lecce

Lecce

Le Club Lecce

Lecce

Palazzo dei Tolomei

Lecce