Borgin Split er önnur stærsta borg Króatíu en þar búa um 200 þúsund manns. Split er staðsett á Dalmatia svæðinu og liggur að austurströnd Adriahafsins. Borgin er einn vinsælasti staður Króatíu en hún er þekkt fyrir fallegan miðbæ, sandstrendur og gott næturlíf.
Sagan af Split er nú þegar um 17 alda gömul en hún hófst þegar rómverski keisarinn Diocletian ákvað að byggja höll þar sem hann vildi eyða síðustu árum lífs síns. Höllin varð síðan að borginni Split. Höllin er staðsett í gamla bæ Split og er torgið hjá höllinni eitt það fallegasta í Króatíu. Gamli bær Split hefur verið á heimsminjaskrá UNESCO síðan 1979. Í honum er hægt að fara aftur í tímann með því að ganga um þröng strætin, skoða arkítektúrinn og fallegar byggingar eins og dómkirkjuna og gotnesku höllina.
Króatar eru þekktir fyrir mikla kaffihúsamenningu, en í öllum bæjum Króatíu er að finna mörg kaffihús á hverju horni, hvort sem bærinn er stór eða smár. Króatar eru stoltir af víngerð sinni, en á Dalmatiu skaganum eru framleidd mörg af frægustu vínum landsins.
Í Split eru fallegar strendur sem Króatar og aðrir ferðamenn sækja mikið í og í nágrenni Split er meðal annars hægt að heimsækja smábæina Sinj og Omis. Mikið er um útvistarafþreyingu í nágrenni þessara staða eins og til dæmis River Rafting, Zip-line og Krka þjóðgarðurinn.
Ferðamenn segja gjarnan eftir ferð sína til Split: „Það er enginn staður eins og Split“
Hagnýtar upplýsingar fyrir Split
Nánar auglýst síðar!
Ath. Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 3 dögum fyrir brottför. Hafa þarf í huga að uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.
Ath. Hægt er að bóka kynnisferðir þegar ferð er bókuð á netinu eða í gegnum síma 595-1000
Ath. Verð miðast við farþega í pakkaferðum á vegum Heimsferða
Vinsamlegast athugið að verð og tímasetningar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, Heimsferðir áskilja sér rétt að breyta slíku án fyrirvara. Athugið að nákvæmar tímasetningar liggja endanlega fyrir rétt fyrir brottför og er öllum farþegum tilkynnt um þær.
Áhugavert að skoða í Split!
Ýmislegt er hægt að gera í Split og hér að neðan má finna ýmsa afþreyingu.
Hvar Um klukkustund frá Split er eyjan Hvar. Hér fara margir ferðamenn að skoða sig um, en eyjan hefur ýmsar sögulegar minjar að geyma. Hér er hægt að kaupa miða í ferjuna. | |
The Riva Falleg göngugata meðfram höfninni í Split. Hér er mikið um veitingastaði og bari. | |
Marjan Hill Hér eru ýmsar gönguleiðir og stigar til að komast á toppinn sem kallast Telegrin. Hér er eitt fallegasta útsýni borgarinnar. Nánari upplýsingar má finna hér. |
*Vert er að taka fram að þessar ferðir eru ekki á vegum Heimsferða, heldur aðeins hugmyndir um áhugaverða staði. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á miðakaupum.