Skíðaferðir frá Verona - Heimsferðir
Skíðaferðir frá Verona
Hagnýtar upplýsingar

Flug og flugvöllur
Flogið er á flugvöllinn í Verona, hann heitir Valerio Calullo Airport. Flugtíminn til Verona frá Keflavík er um 4 klst. Mæta þarf til innritunar á flugvöll eigi síðar en 2 klst. fyrir áætlaða brottför. Farþegar bera einir ábyrgð á því að fá flugtíma sína staðfesta. 

Farangur og farangursheimild
Flogið er til Verona með flugfélaginu Neos Air. Hver farþegi má að hámarki hafa 20 kg tösku, auk 8 kg handfarangurstösku (hámarks stærð á tösku í handfarangri 54x40x20 cm) og skíðapoki. Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi verður farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli áður en komusalur er yfirgefinn. Ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið einfaldlega ekki bætt. Passið vel upp á að gleyma engu um borð í flugvélinni!

Sími og rafmagn
Á Ítalíu er rafmagnið 220 volt eins og hér á Íslandi. Þegar hringt er úr íslenskum síma frá Ítalíu og í íslenskt númer skal setja inn 00354- á undan símanúmerinu. Ef hringt er úr íslenskum síma í númer í ítalskt númer skal setja inn 0039- á undan númerinu.  

Þjónusta á áfangastað 
Ef farþegi telur að eitthvað sé ábótavant varðandi þjónustu hótels eða óánægja er með íbúð eða herbergi skal gera starfsfólki hótelsins viðvart, því ekkert er hægt að gera eftir að heim er komið. Hægt að hringja á skrifstofu Heimsferða í síma 00354 595-1000 á skrifstofutíma. 

Ekki er fararstjóri á vegum Heimsferða í skíðaferðunum til Selva Val Gardena, ekki er heldur í boði  á akstur til og frá Selva Val Gardena. 

Ferðamannaskattur
Á gististöðum hér þarf að greiða ferðamannaskatt. Skattinn þurfa ferðamenn að greiða sjálfir á viðkomandi hóteli. Upphæðin ræðst af stjörnugjöf hótelanna hverju sinni. Ferðaskrifstofur geta ekki innheimt skattinn.

Upplýsingar fyrir farþega sem eiga bókaðan akstur á vegum Heimsferða
Flugvallarakstur er í boði til Madonna/Pinzola. Akstur á bæði skíðasvæðin tekur að jafnaði um 3 tíma, en það fer eftir umferð og á hversu mörg hótel rútan fer. 
Ekki er hægt að bóka rútu nema á skrifstofu Heimsferða áður en ferðin hefst. Gætið þess að koma sjálf farangri ykkar í rútuna til að tryggja að hann verði ekki eftir á flugvellinum. ATH! Að öllu jafna eru ekki sætisbelti í rútum. Passið vel upp á að gleyma engu um borð í rútunni.

Farþegar á leið til Madonna og Pinzolo deila rútu með farþegum Úrval Útsýnar, og hitta starfsmann með skilti merkt Úrval Útsýn/Heimsferðir í komusal flugvallarins. 

Læknisþjónusta og tryggingar
Ágætis læknisþjónusta er á Ítalíu og hægt er að komast í samband við enskumælandi lækni með milligöngu hótelmóttöku. Við minnum farþega á að hafa Evrópska sjúkrakortið alltaf með í för þegar ferðast er og huga vel að tryggingunum sínum. 

Við minnum á að frá og með 1. janúar 2022 ber öllum skíðamönnum að vera með ábyrgðartryggingu (liability insurance) í fjallinu, ef þeir skyldu valda slysi á öðrum. Við mælum með að farþegar hafi samband við sitt tryggingarfélag, kanni hvort þeir séu tryggðir og fái tryggingarstaðfestingu sem gæti þurft að framvísa í fjallinu. Hægt er að kaupa ábyrgðartryggingu með skíðapössunum þegar út er komið og kostar hún í kringum 3€ fyrir hvern dag í fjallinu og þarf að virkja hana við skíðapassann. Við ráðleggjum einnig að allir hafi meðferðis Evrópska sjúkratryggingarkortið. 

Veðurfar
Meðalhiti á skíðasvæðum Ítalíu í janúar og febrúar er um kringum frostmark. Hitinn getur breyst eftir tíðarfari. Athugið að hitastigið getur farið niður í -8° að kvöldlagi. Mælt er með hlýjum fatnaði og góðum skóm.

Brottför 
Þeir sem eiga pantaða rútuferð frá hóteli á flugvöll geta séð brottfarartíma á dagskrárblöðum sem þeir fá send með tölvupósti fyrir brottför. Þeir sem eru eingöngu bókaðir í flugsæti bera sjálfir ábyrgð á því að fá brottfarartíma staðfestan á flugvelli eða skrifstofu Heimsferða á Íslandi í síma 00354-595-1000.

 

Hagnýtar upplýsingar fyrir farþega í Madonna: 

 

Leigubílar

Eftir skemmtilegan dag í brekkum Madonna getur fólk tekið leigubíl heim upp á hótel.

  • Taxi Davide: +39 336-539787
  • Taxi Bacca: +39 335-8189510
  • Taxi Bucella: +39 347-6058964
  •  

Nauðsynlegur búnaður fyrir fjallaferðir

Hjálmur – Sólgleraugu – Skíðagleraugu – Varasalvi – Sólarvörn – Peningar (greiðasölur taka ekki allar greiðslukort) – Farsími – Símanúmer (ef eitthvað skyldi koma upp á, a.m.k.númer fararstjóra, sem er best að setja í minni) – Leiðarlýsing (ef fara á utan alfaraleiða) – Bros

Veitingstaðir í Madonna

Það eru fjölmargir veitingastaðir á svæðinu og hér eru nokkrir sem við mælum með:

Antica Focolare, Alfiero, Belvedere, Le Roi, Hungry Wolf, Coruja, Home Stube. Cantina del Suisee. Alhliða og góðir veitingastaðir. Á háannatíma er gott að panta borð. Auk þess er einn Michelin veitingastaður í bænum, Il Gallo Sedrone, og nokkrir staðir með meðmæli frá stjörnugjafanum víðfræga. Spyrjið bara fararstjóra.

Veitingastaðir í brekkunum

Fjölmargir notalegir staðir eru á skíðasvæðinu. Sumir rómaðir fyrir útsýni líkt og Chalet Fiat á toppi Spinale. Þar er best að panta borð og fararstjóri getur verið innan handar. Zeledria eða Steinastaðir á Pradalago-svæðinu er mjög skemmtilegur og hægt að mæla með Stoppani á toppi Gröste svo fátt eitt sé nefnt.

Barir eftir skíði

Síðla dags safnast margir saman á Jumper-barnum neðst í Gröste. Þá er oft líf og fjör á Ober1 við Spinale kláfinn. Eins er ljúft að setjast við Righi-torgið á Bar Suisse og skoða mannlífið í síðdegissól og Majestic lounge er vinsæll viðkomustaður í lok dags

Matvöruverslanir

Kaupfélagið er beint á móti Majestic við aðaltorgið  og þá er líka Gormet markaður á Brenta torgi ofar í bænum.

Heilsan

Heilsugæsla er við hliðina á Savoia Palace hótelinu og apótek við aðalgötuna. Ef leita þarf læknis hafið þá endilega samband við fararstóra sem aðstoða ykkur við það.

 

Íslenskur ræðismaður
Mrs. Olga Clausen - Honorary Consul General
Heimilisfang: 
Via Luigi Vitali, 2
IT-20122 Milano
Netfang: olgaclausen@iol.it 
Sími: 02 783 640
Farsími: 33 5521 2550
Landsnúmer: 39

Dvalarstaðir
Stjörnugjöf
Svæði

Parc Hotel Miramonti

Val Gardena - Fiè allo Sciliar

Active Hotel Diana

Val Gardena - Siusi allo Sciliar

Hotel Perwanger

Val Gardena - Fiè allo Sciliar

Hotel Rodes

Val Gardena - Ortisei

Garten Hotel Völser Hof

Val Gardena - Fiè allo Sciliar

Wellness Hotel Diamant

Val Gardena - Santa Cristina

Hotel Villa Emilia

Val Gardena - Ortisei

Hotel Linder

Selva

Artnatur Dolomites

Val Gardena - Siusi allo Sciliar