Zagreb - Heimsferðir
Zagreb
Höfuðborg Króatíu

Zagreb er höfuðborg Króatíu og ein stærsta borg landsins

Borgin er lífleg og kemur á óvart, en hún skiptist í þrennt; þúsund ára gamla Gornji grad (efri bæinn), nítjándu aldar gamla Donji grad (neðri bæinn) og svo hið nútímalega Novi Zagreb svæðið (nýja Zagreb). Víða um Zagreb eru torg og opin svæði og hér átt þú eftir að sjá hvernig gamli tíminn mætir nýja tímanum. Mannlífið er engu líkt og menningin er heillandi. Sögulegar minjar er að finna innan um skýjakljúfa í borginni en mögnuð mannvirki eru á hverju horni. 

Í hjarta borgarinnar í Gornji grad (efri bænum) er að finna forsetahöllina, tvíturna dómkirkjuna, hina þekktu St. Mark´s kirkju með litríka flísalagða þakinu, króatíska stjórnarráðið auk fjölda listasafna sem er að finna í fallegum göngugötum.

Í Donji grad (neðri bænum) er að finna aðaltorgið, Ban Jelačić, en þar eru gjarnan settir upp útimarkaðir. 

Novi Zagreb (nýja Zagreb) myndaðist eftir seinni heimsstyrjöldina en þar var reistur fjöldi háhýsa og íbúðablokka gæti því svæðið verið áhugavert fyrir þá sem vilja skoða arkitektúrinn. 

Zagreb er gjarnan kölluð "borg safnanna" en hér eru mörg áhugaverð söfn, t.d. Croatian Naive Art safnið, Mestrovic safnið og Broken Relationships safnið. Þá er hér einnig að finna nokkurn fjölda listasafna sem bjóða upp á sýningar yfir gamla og nýja list. 

Við mælum með því að þú gerir eins og heimamennirnir - finnir þér gott kaffihús og horfir á heiminn líða hjá á meðan þú njótir hinnar gómsætu króatísku matargerðar. 

 

Fararstjórar maí 2025: Ágústa Sigrún Ágústsdóttir og Ása Marin Hafsteinsdóttir 

Hagnýtar upplýsingar fyrir Zagreb

 

Kynnisferðir Heimsferða - Zagreb


Ferð: Kynnisferð um Zagreb     
Dags: Föstudagur 2. maí kl. 10:00
Tími: 2,5 klst

Zagreb er höfuðborg Króatíu og er í stórsókn. Þar er marg fallegt og merkilegt að sjá og nauðsynlegt til að ná áttum og koma auga á hið helsta. Hæg er lesa sig í gegnum sögu borgarinnar í þessari ferð. Við leggjum af stað frá stærsta torginu í bænu, Ban Jelacic torginu og göngum upp í efri bæinn framhjá stóru bronssteyptu líkani af borginni. Við komum við í Dómkirkjunni í Zagreb, a.m.k. skoðum við framhliðina en kirkjan hefur verið lokuð frá jarðskjálftunum 2020 eins og margar aðrar byggingar í Zagreb. Dómkirkjan er í Kaptol hverfinu, hæsta bygging í Króatíu og einstakur minnisvarði um gotneskan arkitektúr. Við komum við á bændamarkaðnum og þræðum okkur svo smám saman inn i Gradec hverfið. Lækjargatan spilar þar stórt hlutverk, en hún heitir Tkalciceva stræti í dag og þar hefur alltaf verið líf og fjör. Leiðin liggur svo í gegnum steinhliðið fræga sem er einn helgasti staðurinn í Zagreb og svo liggur leiðin upp á Markúsartorgið í Zagreb þar sem samnefnd kirkja stendur og forsetabústaðurinn og þinghúsið. Hér varð vendipunktur í sögu Króatíu sem við fræðumst um. Undir lok ferðarinnr göngum við framhjá ráðhúsinu, safni hinna brostnu ástarsambanda (Museum of Broken Relationships) og endum við Lotrscak turninn. Þar lýkur ferðinni. Mögulegt er að fara upp í turninn, taka sporkláfinn niður í neðri bæinn eða þræða sig eftir göngustígnum niður á Jelacic torgið þar sem ferðin byrjaði.

Ferðin byrjar á Ban Jelacic torginu og farþegar koma sér sjálfir frá hótelum niður á aðaltorgið í Zagreb þar sem þeir hitta fararstjóra og fá hvíslur í eyrun.

Verð: 2500 á mann 
Innifalið í verði: Gönguferð með íslenskri fararstjórn. Hvíslur/heyrnatæki


Ferð: Sundurliðun Júgóslavíu og sjálfstæði Króatíu (gamla stríðssöguferðin)
Dags:  Laugardagur 3. maí kl. 09:30
Tími: Um 6 klst

Innihaldsrík og fræðandi  ferð sem gefur góða innsýn í sögu og menningu Við hittumst um morguninn á Ban Jelacic torginu þar sem ferðin byrjar. Þaðan förum við í neðanjarðarbyrgi og fræðumst um sögu þeirra. Svo liggur leiðin á safn sem helgað er eldflaugaárásunum á Zagreb í október 1991 og maí 1995. Forsíðan á Morgunblaðinu fær þar heiðurssess. Eftir það verður farið í rútu í klukkustundar langan akstur til þorpsins Kumrovec. Á leiðinni notum við tímann til fræðast um Tito, stríðssögu Króatíu og Balkansskagastríðið. Við komum við í þjálfunarbúðir og áróðursskóla frá tíma Tito sem síðar urðu flóttamannabúðir. Við skoðum safnið Staro Selo (gamla þorpið) sem er svokallað opið safn, svipað og Árbæjarsafnið okkar. Við skyggnumst inn í veröld 19. og 20. aldarinnar í Króatíu. Þar er einmitt bernskuheimili Tito að finna.. Þá verður haldið í áttina til Zagreb en stoppað á leiðinni  á safni sem er fæðingastaður fyrsta forseta Króatíu, Tuđman. Að þessu loknu borðum við á skemmtilegum veitingastað í nágrenninu, sem býður upp á dæmigerða matargerð frá þessu svæði með áherslu á „heimagert“. Eftir hressinguna höldum við aftur heim til Zagreb.


Verð: 15.500
Innifalið í verði: Rútuferð, aðgangseyrir á söfn, hádegisverður og íslensk fararstjórn.


Ferð: Varaždin & Vuglec Breg vínsmökkun   
Dags: Sunnudagur 4. maí . maí kl. 08:30
Tími: Um 7 klst

Varaždin er einn best varðveitti bær í barokk stíl Króatíu og hann gengur gjarnan undir nafninu barokkbærinn. Byggingarnar hafa fengið að halda sér og vel og mikið gert með þessa sérstæðu Varaždin. Við kynnumst bænum í skemmtilegri gönguferð og skoðum sérkennileg kennileiti eins og nöfn kránna á þessu rölti. Eftir frjálsan tím í bænum verður haldið Vuglec Breg sem er fjölskyldurekin ferðaþjónusta með áherslu vínrækt. Þau vildu breyta arfleifð forfeðra sinna í eitthvað varanleg verðmæti og fáum að njóta dásamlegs umhverfis sem þau hafa nostrað við. Við fræðumst um vínin þeirra og fáum auðvitað að smakka á framleiðslunni. Boðið er upp á fjögur vín og með því fáum við að bragða á ýmsum ostum og heimagerðu brauði. Heilsdagsferð þar sem bæði augu og magi fá eitthvað fyrir sinn snúð. 
Farþegar verða sóttir á hótelin.

Verð: 15.500
Innifalið í verði: Rútuferð, gönguferð, vínsmökkun og íslensk fararstjórn.


Ferð: Plešivica vínsmökkun og hádegisverður
Dags: Mánudagur 5. maí kl. 14:00
Tími: Um 5 klst

Plešivica er frægt króatískt vínhérað staðsett um 30 km frá Zagreb. Vínin frá héraðinu hafa unnið mörg verðlaun í Króatíu og eru þeir þekktir fyrir freyðvínin sín. Jarðvegurinn er kalkmikill og talað um að hann sé líkur jarðveginum í Champagne héraðinu í Frakklandi og því eru freyðivínin mjög áhugaverð sem eru ræktuð á svæðinu. Vínviður hefur verið ræktaður á svæðinu síðan um 1370 og þekking bænda á svæðinu er mikil og gaman að sjá hvernig vínbúin eru staðsett eftir því hvernig ræktunin á að vera. Við fáum að upplifa og smakka á króatískri vínframleiðslu sem eru aðallega hvítvín og freyðivín á þessum slóðum. Að þessu loknu borðum við hefðbundinn króatískan mat á skemmtilegum veitingastað í nágrenninu, áður en við ökum út á flugvöll.

Verð: 19.500
Innifalið í verði: Rútuferð, vínsmökkun, hádegisverður og íslensk fararstjórn.. Farþegar skrá sig út af hóteli og taka töskur með í ferðina. Ferðin endar úti á flugvelli.

 


Ath. Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 3 dögum fyrir brottför. Hafa þarf í huga að uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.


Ath. Hægt er að bóka kynnisferðir þegar ferð er bókuð á netinu eða í gegnum síma 595-1000

Ath. Verð miðast við farþega í pakkaferðum á vegum Heimsferða

Vinsamlegast athugið að verð og tímasetningar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, Heimsferðir áskilja sér rétt að breyta slíku án fyrirvara. Athugið að nákvæmar tímasetningar liggja endanlega fyrir rétt fyrir brottför og er öllum farþegum tilkynnt um þær.   


 

Áhugavert að skoða í Zagreb!

Ýmislegt er hægt að gera í Zagreb og hér að neðan má finna ýmsa afþreyingu.

Kláfur á milli efri og neðri hluta bæjarins

Kláfurinn ferðast aðeins 66 metra og það tekur undir mínútu að komast á milli. Skemmtileg upplifun í elstu almenningssamgöngum borgarinnar. 

Dolac markaðurinn

Útimarkaður sem selur ferskar matvörur. Einn vinsælasti staður til að heimsækja í Zagreb. 

Kaptol Boutique Cinema

Bíóhöll með skemmtilega innréttuðu kaffihúsi og kokteilabar. Hér er einstakur stíll sem vert er að skoða. Hægt er að skoða nánar hér.

Museum of Ilusions

Komdu ef þú þorir! Nánari upplýsingar hér. 

Zagreb Puppet theater

Hér er eitt elsta atvinnubrúðuleikhús Króatíu en það hefur verið starfrækt í um sjö áratugi. Nánari upplýsingar um miða hér. 

 

*Vert er að taka fram að þessar ferðir eru ekki á vegum Heimsferða, heldur aðeins hugmyndir um áhugaverða staði. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á miðakaupum. 

Dvalarstaðir
Stjörnugjöf
Svæði

Hotel International

Zagreb

Sheraton Zagreb

Zagreb

Hilton Garden Inn

Zagreb

Esplanade Zagreb

Zagreb

Hotel Academia Zagreb

Zagreb

Stökktu til Zagreb 3*

Zagreb

Doubletree by Hilton

Zagreb

Westin Zagreb

Zagreb

Zonar Zagreb

Zagreb

Art'Otel Zagreb

Zagreb

Stökktu til Zagreb 4*

Zagreb