Porto er óviðjafnanleg borg á fleiri hátt en einn!
Í mörg ár hefur Heimsferðir boðið upp á borgarferð í beinu flugi til Porto í Portúgal. Borgin var árið 2022 kjörin besti borgaráfangastaður heimi. Porto er önnur stærsta borg Portúgal og dregur landið nafn sitt af henni. Hér mætast mikil saga, falleg byggingarlist, blómleg menning, ljúffengur matur og mögnuð upplifun. Borgin stendur við Douroána, hún er mjög hæðótt og margar byggingarnar við Douroána eru byggðar beint inn í klettana.
Porto hefur sjarma allra þeirra bæja sem liggja við Douroána en unnt er að rölta með fram ánni á Ribeira árbakkanum, eða upplifa borgina með því að sigla um ána og upplifa þannig byggingarlistina, ótrúlegt landslagið og stórkostlegar brýr sem liggja yfir ána. Gamli bærinn í Porto er á heimsminjaskrá UNESCO. Þar eru göturnar þröngar og brattar, byggingarnar litríkar og fallegar og vekja upp þá tilfinningu að maður hafi ferðast aftur í tímann.
Það er einstaklega skemmtilegt upplifa sögu borgarinnar á göngu og þú mátt ekki missa af gersemum eins og Bolsa höllinni. En Porto er ekki síður nútímaleg borg en söguleg. Nýrri hverfin eru full af einstöku andrúmslofti, lífi og mikilli grósku. Aðaljárnbrautarstöðin Sao Bento er skreytt með stórkostlegum myndum gerðum úr bláum og hvítum flísum sem kallast azeulejos. Við Ribeira árbakkann standa veitingahús í röðum og við Ribeira-torgið er mikið líf og fjör en þar eru fjöldi bara og veitingastaða. Þá eru hér merkilegar byggingar á borð við Dómkirkjuna en þaðan er frábært útsýni yfir borgina. Frá Dom Luis brúnni er einnig stórkostlegt útsýni yfir Porto og yfir til systurborgarinnar Vila Nova de Gaia handan árinnar, þar standa Púrtvínshúsin í röðum.
Fararstjóri vor 2025: Ása Marin Hafsteinsdóttir
Hagnýtar upplýsingar fyrir Porto
Gönguferð um borgina – um 3 klst 24.apríl kl. 10:00
Ferðin byrjar við Batalha torgið rétt hjá NH Collection hótelinu og byrjar hún klukkan 10:00 og tekur 2-3 tíma. Borgin sjálf er hæðótt en farin er skemmtilegur og hressandi göngutúr um hana og helstu kennileiti borgarinnar skoðuð. Ferðin endar síðan við Ribeira niðri við ánna sem er nálægt Carris hótelinu og fullkomin staður til að setjast niður, borða hádegismat og fá sér drykk og skoða mannlífið og hvíla lúin bein eftir allar brekkurnar.
Verð kr. 2.500 á mann.
Innifalið í verði: Íslensk leiðsögn.
Kynnisferð um miðaldarbæinn Guimarães 25.apríl kl. 09:00
Við ökum um Minho héraðið frá Porto til miðaldarbæjarins Guimarães, sem er álitinn fæðingarstaður Portúgalska þjóðernisins. Fyrsti portúgalski konungurinn á að hafa fæðst þar og þar lýsti Portúgal yfir sjálfstæði sínu. Á leiðinni til bæjarins fræðumst við um sögu bæjarins og við komuna skoðum við að utan kastalann og S. Michael kapelluna frá 11. öld. Við göngum fram hjá höll Bragança hertoganna og um þröngar gamlar götur niður í neðri hluta bæjarins. Við sjáum Nossa Senhora da Oliveira kirkjuna og Padrão do Salado minnismerkið, falleg torg og margar vel varðveittar byggingar allt frá 15. öld. Fjáls tími er gefinn til að líta inn í sérverslanir í bænum, bragða á sætabrauði eða fá sér hádegismat áður en hópurinn hittist aftur til að fara með rútunni til baka.
Verð kr. 8.500 á mann.
Innifalið í verði: Rútuferð og íslensk leiðsögn.
Ath. Lágmarksþátttaka í ferð með íslenskumælandi fararstjóra er 20 manns, en bóka þarf kynnisferðir á Íslandi í síðasta lagi 3 dögum fyrir brottför. Hafa þarf í huga að uppselt getur verið í ferðina fyrir þann tíma.
Ath. Hægt er að bóka kynnisferðir þegar ferð er bókuð á netinu eða í gegnum síma 595-1000
Ath. Verð miðast við farþega í pakkaferðum á vegum Heimsferða
Vinsamlegast athugið að verð og tímasetningar eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, Heimsferðir áskilja sér rétt að breyta slíku án fyrirvara. Athugið að nákvæmar tímasetningar liggja endanlega fyrir rétt fyrir brottför og er öllum farþegum tilkynnt um þær.
Áhugavert að skoða í Porto!
Ýmislegt er hægt að gera í Porto og hér að neðan má finna ýmsa afþreyingu.
![]() | Livraria Lello Hér má finna glæsilega bókabúð þar sem J.K. Rowling fékk innblástur af sögunum af Harry Potter. Hægt er að kaupa aðgangsmiða hér. |
![]() | The Gin House Ertu gin megin í lífinu eða hefurðu aldrei smakkað gin? Hér er að finna glæsilegan Gin bar með yfir 100 tegundir af gini. Þeir sérhæfa sig í gin kokteilum og aðstoða nýgræðinga að finna taktinn með réttu gini. Hægt er að skoða barinn hér. |
![]() | Sea Life Hver elska ekki að fara í Sea Life? Hér er hægt að kaupa miða. |
*Vert er að taka fram að þessar ferðir eru ekki á vegum Heimsferða, heldur aðeins hugmyndir um áhugaverða staði. Heimsferðir bera ekki ábyrgð á miðakaupum.