Tenerife, stærsta eyjan í Kanaríeyjaklasanum, er áfangastaður sem býður upp á sólarvíst veður, fjölbreytta afþreyingu og stórbrotna náttúru allt árið um kring. Hvort sem þú vilt slaka á á gullnum ströndum, fara í gönguferðir um eldfjallalandslag eða njóta líflegra borga og veitingahúsa, þá er Tenerife með allt sem þú þarft fyrir hið fullkomna frí.
Af hverju að velja Tenerife?
☀️ Sólarvíst loftslag – Meðalhiti 20-28°C allt árið
🏖️ Strendur fyrir alla – Svartar eldfjallastrendur, hvítar sandstrendur og afskekktir víkur
🌋 Eldfjallið Teide – Hæsta fjall Spánar og stórbrotið náttúruundur
🍷 Frábær matur og drykkur – Smakkaðu ferskan sjávarrétt, tapas og hið fræga kanaríska vín
🎭 Líflegt mannlíf – Verslanir, veitingastaðir og skemmtilegt næturlíf
🌊 Ævintýri á sjó og landi – Hvalaskoðun, köfun, vatnagarðar og fjallgöngur
Hin fullkomna blanda af afslöppun og upplifun
Hvort sem þú velur suðurrhluta eyjarinnar með sínum sólríku dvalarstöðum eins og Playa de las Américas og Los Cristianos, eða ferðast til norðursins þar sem menning og náttúra mætast í bæjum eins og Puerto de la Cruz, þá er Tenerife fullkominn áfangastaður fyrir bæði fjölskyldur, pör og vinahópa.
Bókaðu ferðina þína til Tenerife í dag og tryggðu þér draumaferð í sólina!
Hagnýtar upplýsingar
Flug og flugvöllur
Flugvöllurinn á Tenerife heitir Tenerife South Airport (TFS). Flugtíminn til Tenerife frá Keflavík er um 5 ½ klst. Mæta þarf til innritunar á flugvöll eigi síðar en 2 klst fyrir áætlaða brottför. Farþegar bera sjálfir ábyrgð á því að fá flugtíma sína staðfesta.
Farangur og farangursheimild
Flogið er til Tenerife með flugfélaginu Neos Air. Hver farþegi í pakkaferð má að hámarki hafa 20 kg tösku, auk 8 kg handfarangstösku (hámarks stærð á tösku í handfarangri 54x40x20 cm). Farþegar sem kaupa sér eingöngu flug eru með innifalið veski/bakpoka sem kemst undir sæti.
Ef farangur skilar sér ekki eða skemmist í flugi þarf farþegi að gera skýrslu um málið hjá þjónustuaðila á flugvelli áður en komusalur er yfirgefinn. Ef ekki er gerð skýrsla fæst tjónið einfaldlega ekki bætt. Passið vel upp á að gleyma engu um borð í flugvélinni!
Sími og rafmagn
Á Tenerife er rafmagnið 220 volt eins og hér á Íslandi. Þegar hringt er úr íslenskum síma frá Tenerife og í íslenskt númer skal setja inn 00354- á undan símanúmerinu. Ef hringt er úr íslenskum síma í spænskt númer skal setja inn 0034- á undan númerinu.
Þjónusta á áfangastað
Ef farþegi telur að eitthvað sé ábótavant varðandi þjónustu hótels eða óánægja er með íbúð eða herbergi skal gera fararstjóra Heimsferða og starfsfólki hótelsins viðvart því ekkert er hægt að gera eftir að heim er komið. Hægt að hringja á skrifstofu Heimsferða á skrifstofutíma.
ATH. Aðeins er boðið upp á þjónustu fararstjóra símleiðis fyrir þá farþega sem staðsettir eru í SantaCruz, Puerto de la Cruz, Puerto de Santiago & Playa Paraiso.
Upplýsingar fyrir farþega sem eiga bókaðan akstur á vegum Heimsferða
Fararstjórar Heimsferða taka á móti hópnum á flugvellinum og þeim sem eiga pantaða rútuferð er ekið frá flugvelli að hóteli. Tekur sú ferð að jafnaði um 30-60 mínútur en fer eftir umferð og á hversu mörg hótel rútan fer.
Á leiðinni fara fararstjórar yfir helstu atriði sem hafa þarf í huga, sem og dagskrá skoðunarferða. Ekki er hægt að bóka rútu nema á skrifstofu Heimsferða áður en ferðin hefst. Gætið þess að koma sjálf farangri ykkar í rútuna til að tryggja að hann verði ekki eftir á flugvellinum. ATH! Að öllu jafna eru ekki sætisbelti í rútum. Passið vel upp á að gleyma engu um borð í rútunni.
ATH. Ekki er boðið upp á akstur til og frá hótelum sem eru staðsett í Santa Cruz, Puerto de la Cruz, Puerto de Santiago & Playa Paraiso.
Barnabílstólar
Algengt er að ferðamenn leigi bílstóla fyrir börn þegar ferðast er til annarra landa. Oft er hægt að panta slíka stóla í gegnum bílaleigur en hér eru einnig nokkrar slóðir á slíkar leigur, en einnig er hægt að fá aðstoð í gegnum fararstjóra.
Spot On Tenerife
Travel 4 baby
Your travel baby
Rafskutlur
Algengt er að ferðamenn leigi sér rafskutlur. Þetta á oft við í tilfellum þar sem farþegar eiga erfitt með gang til dæmis. Hér má finna leigur sem bjóða upp á rafskutlur, en einnig er hægt að fá aðstoð í gegnum fararstjóra.
Jose Mobility Services
Active Mobility Tenerife
Scootydoo Tenerife
Rainbow Mobility Tenerife
Þjófnaður
Við viljum vara fólk við að alls staðar gætu leynst vasaþjófar og verslanir sem eru óhefðbundnar. Mikilvægt er að láta kort aldrei frá sér og varist að nokkur sjái PIN númer slegið inn. Dæmi eru um að myndavélar hangi fyrir ofan posa í óhefðbundnum verslunum. Einnig eru dæmi um að starfsmenn biðji kúnna um kort og fari með þau afsíðis.
Læknisþjónusta
Góð læknisþjónusta er á staðnum og er hægt að fá enskumælandi lækni heim á hótel með milligöngu fararstjóra. Á sjúkrahúsinu Hospitel Sur eru enskumælandi túlkar. Íslendingar eru tryggðir innan EES ef um ríkisrekna heilsugæslu og sjúkrastofnanir er að ræða en ekki á einkareknu stofunum. Við minnum farþega á að hafa Evrópska sjúkrakortið alltaf með í för þegar ferðast er og huga vel að tryggingunum sínum. Opnunartími apóteka er mismunandi en viðurkennd apótek eru merkt með grænum kross.
Brottför
Þeir sem eiga pantaða rútuferð frá hóteli á flugvöll fá brottfarartíma staðfestan hjá fararstjóra. Að öllu jafna er skráning út af hótelum um hádegisbil á brottfarardegi. Hótelmóttakan sér um að geyma farangur fram að brottför ef á þarf að halda. Þeir sem eru eingöngu bókaðir í flugsæti bera sjálfir ábyrgð á því að fá brottfarartíma staðfestan á flugvelli eða skrifstofu Heimsferða í síma 00354-595-1000.
Íslenskur ræðismaður
Mr. Javier Betancor Jorge
Heimilisfang:
Avenida de Canarias 22
Edificio Bitacora
Torre Norte
ES-35002 Las Palmas de Gran Canaria
Sími: (0034) 928 365 870
Netfang: canaryislands@icelandconsulate.es